Bandaríkjamenn gefa bóluefni

Bandaríkjamenn ætla að gefa allt að 60 milljónir skammta af bóluefni AstraZeneca til annarra landa á næstu vikum, að því er fram kemur í tilkynningu sem barst frá Hvíta húsinu í dag.

Ritari Hvíta hússins, Pen Psaki, segir að enn eigi eftir að ákveða hverjir fá skammtana en samstarfsþjóðir Bandaríkjanna séu þar ofarlega á blaði: „Þetta stjórnast væntanlega að miklu leyti af beinum samböndum,“ sagði Pen í samtali við fréttastofu Reuters.

Bóluefni AstraZeneca hefur ekki enn verið samþykkt af matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna, FDA, en í mars sagði ríkisstjórn Bidens að hún myndi senda um 4 milljónir skammta til Kanada og Mexíkó.

Útdeilt á næstu vikum 

Forsvarsmenn AstraZeneca vildu ekki tjá sig um hvert bóluefnið færi og sögðu það algjörlega í höndum bandarískra stjórnvalda.

Psaki segir að skömmtunum verði útdeilt til annarra landa um leið og hægt er en á næstu vikum verða um tíu milljónir skammta tilbúnir til útflutnings. Verið er að framleiða 50 milljónir í viðbót sem hægt væri að útdeila í maí og júní.

Sælla er að gefa en þiggja.
Sælla er að gefa en þiggja. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert