Covid-laus ferðamannaeyja

Íbúar grísku eyjunnar Elafonisos eru bjartsýnir á sumarið og telja að þangað muni margir ferðamenn koma enda engin Covid-smit á eyjunni og búið að fullbólusetja meirihluta fullorðinna íbúa hennar.

Eyjan er skammt fyrir utan Pelópsskagann og búa þar um eitt þúsund manns. Íbúafjöldinn margfaldast á sumrin enda eyjan þekkt fyrir fallegar sandstrendur.

Grikkir undirbúa nú ferðamannatímabilið en miðað er við 14. maí. Mikil áhersla hefur verið lögð á að bólusetja eyjaskeggja á þeim eyjum í Jóna- og Eyjahafi þar sem fullorðnir íbúar eru færri en eitt þúsund.

Grísk yfirvöld tilkynntu í síðustu viku að ferðamenn frá ríkjum Evrópusambandsins og fimm ríkja til viðbótar sem eru bólusettir við Covid-19 eða geta framvísað neikvæðu PCR-vottorði við komuna þyrftu ekki að fara í sóttkví við komuna til landsins. Þar í landi hefur verið lögð mikil áhersla á bólusetningar enda ferðamannaiðnaðurinn afar mikilvæg atvinnugrein.

Bólusett á Elafonisos.
Bólusett á Elafonisos. AFP
Búið er að bólusetja meirihluta íbúa Elafonisos tvisvar sinnum.
Búið er að bólusetja meirihluta íbúa Elafonisos tvisvar sinnum. AFP
Frá Elafonisos.
Frá Elafonisos. AFP
AFP
AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert