Dæmd í árs fangelsi til viðbótar

Nazanin Zaghari-Ratcliffe.
Nazanin Zaghari-Ratcliffe. AFP

Bresk-ír­anski hjálp­ar­starfsmaður­inn Nazanin Zaghari-Ratcliffe hefur verið dæmd í árs fangelsi eftir að hafa verið fundin sek um áróður í garð íranskra stjórnvalda. BBC og Guardian greina frá þessu. Forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson, hefur fordæmt dóminn sem féll fyrr í dag. 

Hann segist ekki telja réttlætanlegt að Nazanin sé dæmd til frekari fangelsisvistar. „Ég tel að það hafi verið rangt að senda hana þangað í upphafi,“ segir Johnson og bætir við að yfirvöld í Bretlandi vinni að því að tryggja lausn hennar. 

Hún sat í fangelsi í Íran í fimm ár en fékk loks ökklaband fjar­lægt í mars eftir að hafa verið í stofufangelsi í ár.  

Mynd af fjölskyldunni frá árinu 2016. Gabriella, Richard og Nazanin …
Mynd af fjölskyldunni frá árinu 2016. Gabriella, Richard og Nazanin Zaghari-Ratcliffe. AFP

Lögmaður hennar segir í samtali við BBC að hún hafi verið ákærð fyrir að hafa tekið þátt í mótmælaaðgerðum í London fyrir 12 árum. Að sögn eiginmanns Nazanin Zaghari-Ratcliffe hefur hún ekki enn verið send í fangelsi og að hún ætli að áfrýja dómnum. Samkvæmt honum er henni meinað að yfirgefa Íran næsta árið. 

Richard Ratcliffe segir að niðurstaða dómsins sé ills viti og greinilega hluti af samningatækni íranskra yfirvalda sem eru að reyna að endurvekja kjarnorkusamning ríkisins.

Zaghari-Ratcliffe var fyrst fangelsuð í Íran árið 2016 en Covid-19 var ástæðan fyrir því að hún var flutt úr fangelsi í stofufangelsi í fyrra. 

Naz­an­in Zag­hari-Ratclif­fe.
Naz­an­in Zag­hari-Ratclif­fe. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert