Nautahlaupi aflýst vegna veirunnar

Frá nautahlaupinu árið 2019.
Frá nautahlaupinu árið 2019. AFP

Annað árið í röð er San Ferm­in-hátíðinni í Pamplona aflýst vegna kórónuveirufaraldursins en áður en kórónuveirufaraldurinn kom upp hafði nautahlaupið farið fram árlega í áratugi.

Enrique Maya, borgarstjóri Pamplona, greindi frá þessu í morgun og sagði ákvörðunina þungbæra.

Hátíðin er venjulega haldin í júlí og sagði Maya að áhættan á því að veirufaraldurinn myndi brjótast út væri of mikill vegna þess að ekki yrði búið að bólusetja nógu marga og oft skapaðist mikill troðningur í nautahlaupinu.

Sagt er að viðburður­inn eigi ræt­ur að rekja til 14. ald­ar þegar bænd­ur fluttu naut­gripi frá ökr­un­um niður á torg til þess að selja þá. Bænd­ur áttu það til að hlaupa á und­an naut­grip­un­um til þess að hvetja þá áfram. 

Dýra­vernd­un­ar­sinn­ar hafa verið mjög ánægðir með þessa ákvörðun þar sem dýr munu ekki þjást. Þeir segja að hátíðin snú­ist um meira en bara nauta­hlaupið og að það væri gam­an að njóta hátíðar­inn­ar án þess að dýr eða menn meiðist.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert