Bólusettir undanþegnir grímuskyldu

Biden tilkynnti tilslakanir á blaðamannafundi fyrir utan Hvíta húsið í …
Biden tilkynnti tilslakanir á blaðamannafundi fyrir utan Hvíta húsið í dag. AFP

Bandaríkjamenn sem eru fullbólusettir gegn Covid-19 eru undanþegnir grímuskyldu utandyra, nema þegar margir koma saman. Kemur þetta fram í tilkynningu frá ríkisstjórn Bandaríkjanna. 

Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði að þetta væri skref í áttina að eðlilegu lífi í Bandaríkjunum en markmiðið er að aflétta takmörkunum fyrir þjóðhátíðardaginn þar í landi, 4. júlí, að því er fram kemur í frétt New York Times

„Frá og með deginum í dag geta þeir sem eru fullbólusettir safnast saman með vinum, í almenningsgörðum og farið til dæmis í lautarferð án andlitsgrímu,“ sagði Biden á blaðamannafundi fyrir utan Hvíta húsið.

Spítalainnlögnum vegna veirunnar hafa snarfækkað síðan í janúar nú þegar Biden hefur setið rétt tæplega hundrað daga í embætti.

Þá þurfa fullbólusettir ekki að vera með grímu í göngutúr, útihlaupi, á hjóli eða í fjallgöngum eða á litlum samkomum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert