Neitar að hafa brotið reglur

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, tók þátt í fyrirspurnartíma á breska …
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, tók þátt í fyrirspurnartíma á breska þinginu í morgun. AFP

Forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson, neitar að hafa brotið reglur við endurbætur á íbúð forsætisráðherra við Downingstræti. Málið er til rannsóknar hjá  eftirlitsstofnun kjörstjórnar.

Johnson segist hafa fylgt siðareglum ráðherra í hvívetna. Málið er rætt á breska þinginu og er þrýst á Johnson um að upplýsa hver borgaði brúsann. 

Johnson og unnusta hans, Carrie Symonds, létu gera umbætur á íbúð forsætisráðherra sem er fyrir ofan embættisbústaðinn í Downingstræti 11. 

Downingstræti 12,11, og 10.
Downingstræti 12,11, og 10. AFP

Vangaveltur hafa verið uppi um kostnað við breytingarnar og hafa heyrst tölur eins og 200 þúsund pund (34,5 milljónir króna) þrátt fyrir að forsætisráðherra fái aðeins 30 þúsund pund (5,2 milljónir króna) á ári til þess að eyða í íbúðina. Málið komst í kastljós fjölmiðla á föstudag eftir að Dom­inic Cumm­ings, sem áður var hans helsti ráðgjafi, sakaði for­sæt­is­ráðherr­ann um að mis­beita valdi sínu og skorta heil­indi og færni í starfi.

Í grein sem Cumm­ings skrifaði á vefsíðu sína seg­ir hann að John­son hafi reynt að afla styrkja, eftir hugs­an­lega ólög­leg­um leiðum, til að gera upp for­sæt­is­ráðherra­bú­staðinn í Down­ingstræti sem er í eigu rík­is­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert