Engin virk smit eru nú í Færeyjum. Þetta er í fimmta sinn síðan fyrsta smitið greindist í Færeyjum í fyrra sem þetta gerist.
Alls voru tekin 321 sýni þann dag og var ekkert þeirra jákvætt. Einungis einn einstaklingur var í einangrun en er hann laus úr henni eftir að það fékkst staðfest að hann væri ekki lengur smitaður.
Alls hafa verið tekin 252.136 sýni í Færeyjum og hafa greinst 663 smit. Ein manneskja hefur látist af völdum Covid-19 í Færeyjum síðan fyrsta smitið greindist þar í mars í fyrra.