Húsleit hjá Rudy Giuliani

FBI framkvæmdi húsleit heima hjá Rudy Giuliani.
FBI framkvæmdi húsleit heima hjá Rudy Giuliani. AFP

Bandaríska alríkislögreglan (FBI) gerði húsleit á vinnustað og heimili fyrrverandi lögmanns Donalds Trumps fyrrverandi Bandaríkjaforseta. 

Húsleitin var hluti af rannsókn FBI á samskiptum Giulianis við úkraínsk stjórnvöld en lögmaður hans neitar að Giuliani hafi brotið af sér.

Fyrir síðustu Bandaríkjaforsetakosningar lagði Giuliani kapp á að komast að því hvort Joe Biden Bandaríkjaforseti og sonur hans Hunter hefðu unnið til saka í Úkraínu. Biden hefur neitað öllum ásökunum þess efnis.

Húsleitin var gerð í íbúð hans í vesturhluta New York og á skrifstofu hans á Park Avenue. 

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert