Segir Pútín „konung án klæða“

Navalní mætti fyrir réttinn rafrænt, úr fangelsinu sem hann dvelur …
Navalní mætti fyrir réttinn rafrænt, úr fangelsinu sem hann dvelur í. Hann hefur grennst mikið síðan hann hóf fangelsisvistina enda fór hann í hungurverkfall í 24 daga nýverið. AFP

Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní mætti fyrir rétt úr fangelsi í dag og freistaði þess að fá dómi yfir sér áfrýjað. Navalní var krúnurakaður og sviplaus, og ásakaði Vladimir Pútín Rússlandsforseta um að reyna að stjórna Rússlandi „að eilífu“ og hugsa aðeins um það að „ríghalda í völd“. 

Er þetta í fyrsta sinn sem Navalní kemur fram opinberlega síðan hann hóf tveggja og hálfs árs fangelsisvist í Rússlandi. Litið er á fangelsisvistunina sem refsingu fyrir harða gagnrýni Navalnís á stjórnvöld í Rússlandi. 

BBC greinir frá. 

Navalní sagði Pútín vera „konung án klæða“, sagði forsetann vera að „ræna þjóðina“ og svipta Rússa framtíð sinni. 

Dómarinn hafnaði áfrýjunbeiðni Navalnís.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert