Þýsku jöklarnir eru að bráðna á meiri hraða en óttast var og svo gæti farið að þeir síðustu í landinu verði horfnir eftir tíu ár. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar rannsóknar.
„Dagar jökla í Bæjaralandi eru taldir. Og jafnvel fyrr en búist var við,“ sagði Thorsten Glauber, umhverfisráðherra þýska héraðsins, þar sem jöklarnir eru staðsettir.
„Síðast jökullinn í Bæjaralandi gæti verið horfinn eftir tíu ár,“ sagði hann.
Vísindamenn hafa hingað til talið að jöklarnir verði til staðar þangað til um miðja þessa öld. Vegna aukinnar bráðnunar þeirra síðustu ár hefur þetta ferli gengið hraðar fyrir sig.
Undanfarin áratug hafa jöklarnir fimm í Þýskalandi misst tvo þriðjuhluta af stærð sinni.