Birtu mynd af áverka Maxwell

Ghislaine Maxwell er ákærð fyr­ir hlut­deild í skipu­leg­um brot­um Ep­stein.
Ghislaine Maxwell er ákærð fyr­ir hlut­deild í skipu­leg­um brot­um Ep­stein. AFP

Lögmenn Ghislaine Maxwell, sem er sökuð um aðild að barnaníði Jeffrey Epstein, birtu í gær mynd af henni úr fangelsinu þar sem sést að hún er með áverka undir vinstra auga. Hún tjáði lögmönnum sínum að sennilega megi rekja áverkann til þess þegar hún reynir að verjast birtu ljóss er fangaverðirnir koma inn í klefann til hennar á 15 mínútna fresti til að kanna líðan hennar.

Maxwell er sökuð um man­sal og bíða henn­ar rétt­ar­höld vegna meintra kyn­ferðis­brota. Hún neitar öllum sakargiftum. Maxwell bíður allt að 35 ára fangelsi verði hún fundin sek. Hún segist ekki hafa haft neinn grun eða aðild að brotum Epsteins.

Verjendur Maxwell hafa ítrekað kvartað yfir aðstæðum hennar í fangelsinu og farið fram á að hún verði látin laus gegn tryggingu. Því hefur alltaf verið hafnað meðal annars á grundvelli þess að hún gæti flúið land. Maxwell, sem er bresk, hefur setið í gæsluvarðahaldi í New York síðan síðasta sumar. Réttarhöldin yfir henni hefjast 12. júlí. 

Lögmaður Maxwell, Bobbi Sternheim, sendi myndina af henni í bréfi til dómarans Alison Nathan í gær. Þar segir að fangaverðirnir hafi hótað að senda hana í sérstakt úrræði ef hún upplýsti ekki um hvernig hún fékk áverkann. Nathan hefur farið fram á skýringar á því hvort og hvers vegna fangaverðir séu að koma inn til Maxwell að næturlagi og ef svo er hvort ekki sé hægt að láta hana fá augnhlífar til þess að verjast birtunni. 

Frétt BBC

Mynd af Ghislaine Maxwell sem verjendur hennar sendu til dómara …
Mynd af Ghislaine Maxwell sem verjendur hennar sendu til dómara í gær. Skjáskot af Twitter
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert