Tugir tróðust undir á trúarsamkomu í Ísrael

Fjöldi fólks lét lífið er stúka hrundi til jarðar við …
Fjöldi fólks lét lífið er stúka hrundi til jarðar við trúarlega athöfn í Ísrael. AFP

Tugir eru látnir eftir troðning á trúarsamkomu strangtrúaðra gyðinga í fjöllum Norður-Ísraels aðfaranótt föstudags. „Hræðilegt slys,“ segir Benjamín Netanjahú forsætisráðherra, en misvísandi fregnir berast af fjallinu.

Þúsundir voru saman komnar á fjallinu Meron.
Þúsundir voru saman komnar á fjallinu Meron. AFP

Um 30 þúsund pílagrímar komu til Meron vegna hátíðarhalda og er talið að mun fleiri hafi verið saman komnir á miðnætti við athöfn í tilefni hátíðardagsins Lag b'Omer, en þá minnast gyðingar ártíðar rabbínsins Shimin bar Yochai sem uppi var á annarri öld. Fjöldi fólks leggur jafnan leið sína að gröf hans á fjallinu Meron, en yfirvöld í Ísrael voru búin að heimila 10 þúsund manna samkomu.

Talið er að stúka á svæðinu hafi hrunið með þeim afleiðingum að rót komst á hópinn og fjöldi fólks tróðst undir.





mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert