Fullbólusettir boðnir velkomnir

AFP

Ferðamenn sem eru fullbólusettir með bóluefnum sem Lyfjastofnun Evrópu hefur veitt markaðsleyfi eru boðnir velkomnir til ríkja Evrópusambandsins. Þetta er meðal þess sem kemur fram í tillögu framkvæmdastjórnar ESB sem kynnt var í dag. 

Þetta þýðir að auk íbúa ríkja þar sem staðan er góð í faraldrinum eru þeir sem koma frá öðrum ríkjum velkomnir svo lengi sem þeir eru bólusettir. Mögulega verður heimildin síðan útvíkkuð á þann veg að hún gildi um alla þá sem hafa fengið bóluefni við Covid-19 sem Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur viðurkennt. 

Samkvæmt Guardian verður miðað við ríki þar sem nýgengi smita er 25-100 á hverja 100 þúsund íbúa síðustu tvær vikur. Bæði Bretland og Ísland falla þar undir þannig að ferðamenn frá þessum tveimur ríkjum eru velkomnir í orlof í ríkjum ESB án hindrana. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert