Skrifaði bréf til Sturgeon

Boris bregst við niðurstöðum kosninganna í Skotlandi.
Boris bregst við niðurstöðum kosninganna í Skotlandi. AFP

Bor­is John­son for­sæt­is­ráðherra Bret­lands skrifaði í dag bréf til Nicolu Stur­geon, leiðtoga Skoska þjóðarflokks­ins, þar sem hann óskaði henni til ham­ingju með niður­stöður kosn­ing­anna sem haldn­ar voru á fimmtu­dag.

Hann bað hana einnig að vinna með sér þegar horft væri fram á veg­inn.

Loka­töl­ur kosn­ing­anna í Skotlandi gáfu flokki Stur­geon 64 sæti á þing­inu í Ed­in­borg. Aðeins eitt sæti hefði þurft til viðbót­ar til að tryggja flokkn­um hrein­an meiri­hluta.

Kall­ar eft­ir ann­arri at­kvæðagreiðslu

Fyrr í dag sagði Stur­geon niður­stöðuna gefa til kynna að grund­völl­ur væri fyr­ir ann­arri þjóðar­at­kvæðagreiðslu um sjálf­stæði Skot­lands frá Bretlandi. Á sama tíma hefðu stjórn­völd í Lund­ún­um eng­an grund­völl til að hindra það að hún ætti sér stað.

„Ég trúi því af ástríðu að hags­mun­um fólks í Bretlandi og þá sér­stak­lega í Skotlandi sé best þjónað þegar við vinn­um sam­an,“ skrifaði John­son í bréf­inu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert