Michel Fourniret, einn alræmdasti raðmorðingi Frakklands, er látinn 79 ára að aldri. Fourniret myrti að minnsta kosti átta stúlkur eða ungar konur á árunum 1987 til 2001.
Fourniret lést á sjúkrahúsi í París, en hann hafði verið fluttur þangað úr Fresnes fangelsinu 28. apríl vegna veikinda. Fram kemur í frétt BBC að Fourniret hafi þjáðst af hjartasjúkdómi og Alzheimer og að honum hafi verið haldið sofandi síðustu daga.
Fourniret var dæmdur í lífstíðarfangelsi árið 2008 og eiginkona hans Monique Olivier sömuleiðis fyrir hlutdeild sína að morðunum á sjö stúlkum og ungum konum. Fourniret var síðan aftur dæmdur í lífstíðarfangelsi árið 2018 fyrir morðið á vini bankaræningja sem hann hafði kynnst í fangelsi. Fourniret hafði einnig játað á sig morð á fleiri konum og stúlkum.
Fórnarlömb hans voru á aldrinum 12 til 30 ára og voru ýmist skotin, kyrkt eða stungin til bana. Þá braut hann einnig kynferðislega á flestum þeirra.
Fourniret var fyrst sakfelldur fyrir kynferðisbrot 25 ára að aldri. Árið 1984 var hann síðan dæmdur til fangelsisvistar fyrir annað kynferðisbrot, en samband hans og Olivier hófst á þeim tíma. Samkvæmt saksóknurum samþykkti Olivier að finna kvenkyns fórnarlömb fyrir Fourniret ef hann myrti eiginmann hennar í staðinn. Þegar Fourniret lauk afplánun árið 1987 beið Olivier fyrir utan fangelsið og þau frömdu sinn fyrsta glæp saman tveimur mánuðum síðar.
Í desember 1987 keyrði Olivier upp að hinni 17 ára Isabelle Laville þar sem hún gekk heim úr skólanum í Auxerre. Olivier sagði Laville að hún hafi villst af leið og sannfærði hana um að koma inn í bifreiðina til að veita sér leiðbeiningar. Olivier náði síðan í Fourniret sem sagði við Laville að bifreið hans hafði bilað.
Raunin var þó sú að hjónin höfðu fylgst með Isabelle um nokkurt skeið. Fourniret nauðgaði og myrti síðan Isabelle sem varð þeirra fyrsta fórnarlamb.
Næstu sextán árin skipulagði parið morð að minnsta kosti átta annarra stúlkna og kvenna í Frakklandi og Belgíu. Þau náðust loksins árið 2003 þegar 13 ára stúlka sem þau reyndu að nema á brott slapp frá þeim. Frásögn stúlkunnar leiddi til handtöku Olivier.
Fórnarlömb Fourniret sem vitað er um eru Isabelle Laville, Fabienne Leroy, Jeanne-Marie Desramault, Elisabeth Brichet, Natacha Danais, Celine Saison, Mananya Thumphong, Farida Hammiche, Marie-Angèle Domèce, Joanna Parrish and Estelle Mouzin.
Hann var sakfelldur fyrir sjö af þessum morðum árið 2008 auk þess sem hann var sakfelldur fyrir borðið á Farida Hammiche árið 2018. Síðar það sama ár játaði Fourniret að hafa myrt Doméce og Parrish.
Yngsta fórnalamb Fourniret, Estelle, var einungis níu ára gömul þegar hann myrti hana árið 2003. Morðið á henni var óleyst þar til Fourniret játaði í mars 2020.