Mestu átök í áraraðir

Ísraelsher svaraði eldflaugaskotum, sem beint var að Jerúsalem, með loftárásum …
Ísraelsher svaraði eldflaugaskotum, sem beint var að Jerúsalem, með loftárásum á Gasaströndina. AFP

Tuttugu eru látnir, þar á meðal börn, eftir loftárásir Ísraelshers á skotmörk á Gasaströndinni, sem beint var gegn herskáum hópum. Árásir Ísraela eru viðbragð við eldflaugum sem skotið var frá svæðinu að Jerúsalem.

Spenna milli fylkinga hefur aukist mjög síðustu daga, en síðustu dagar í Jerúsalem hafa átök verið þau mestu í mörg ár. Um 300 Palestínumenn slösuðust þegar ísraelsk lögregla gerði árás á al-Aqsa moskuna í gömlu borginni í Jerúsalem á föstudag þegar bænahald vegna ramadan stóð yfir.

Særðir Palestínumenn fylla alla ganga á sjúkrahúsum í austurhluta borgarinnar, en AFP greinir frá því að margir hafi misst sjón eftir að hafa verið skotnir með gúmmíkúlum lögreglu.

„Áður notuðu þeir byssukúlur, en nú nota þeir gúmmíkúlur,“ segir Adnan Farhoud, forstjóri spítala í borginni og vísar til þess að tuttugu Palestínumenn hafi verið drepnir af lögreglu í átökum fyrir þrjátíu árum.

Stjórnvöld á Vesturlöndum hafa vísað til ábyrgðar beggja fylkinga á átökunum.

„Allir aðilar verða að draga úr spennu,“ sagði Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í yfirlýsingu og í sama steng tók Dominic Raab, utanríkisráðherra Bretlands, og Heiko Maas, utanríkisráðherra Þýskalands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka