Bandarísk stjórnvöld hafa samþykkt neyðarlöggjöf eftir að netárás var gerð á stærstu eldsneytisleiðslu Bandaríkjanna.
Fyrirtækið Colonial Pipeline flytur 2,5 milljónir tunna af eldsneyti á dag, sem er 45% af þeim birgðum af díselolíu, gasi og flugvélaeldsneyti sem austurströnd landsins þarf á að halda.
Netárásin var gerð síðastliðinn föstudag þar sem krafist var lausnargjalds, að sögn BBC.
Vegna neyðarlöggjafarinnar geta ökumenn í 18 ríkjum unnið meira en venjulega eða á sveigjanlegri hátt en áður við flutning eldsneytis.
Sérfræðingar telja að eldsneytisverð muni hækka um 2-3% í dag vegna stöðunnar sem er uppi.
US President Biden declares state of emergency over fuel cyber-attack https://t.co/9uLZRB6lV0
— BBC News (World) (@BBCWorld) May 10, 2021