Öryggisráð SÞ fundar um Jerúsalem

Mikil átök hafa verið í Jerúsalem síðustu daga.
Mikil átök hafa verið í Jerúsalem síðustu daga. AFP

Öryggisráð Sameinuðu Þjóðanna fundaði í dag vegna stöðunnar í Jerúsalem en átök milli Palestínumanna og ísraelsku lögreglunnar hafa staðið yfir frá því á föstudag. Öryggisráðið gaf hins vegar ekki frá sér yfirlýsingu þar sem Bandaríkin telja að það muni ekki skila árangri.

Fundurinn var boðaður eftir að öryggisráðgjafi Bandaríkjanna, Jake Sullivan, lýsti yfir miklum áhyggjum við öryggisráðgjafa Ísrael þar sem Ísraelsmenn hyggjast reka Palestínumenn frá hverfi í Austur-Jerúsalem.

Stuttu eftir fundinn var árlegri fánagöngu þar sem Ísraelar minnast þess er þeir hertóku Austur-Jerúsalem árið 1967 aflýst.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert