Eldflaugaárás palestínskra vígamanna felldi tvær

Ísraelskir slökkviliðsmenn í bænum Asheklon slökkva eldsvoða í kjölfar eldflaugaárása …
Ísraelskir slökkviliðsmenn í bænum Asheklon slökkva eldsvoða í kjölfar eldflaugaárása palestínskra vígamanna. AFP

Eldflaugar sem skotnar voru frá Gaza urðu þess valdandi að tvær konur létu lífið í Ísraelska bænum Asheklon í suðurhluta landsins. Önnur konan var á fertugsaldri en hin á sextugsaldri og létust þær af völdum sitt hvorrar árásinnar.

Þetta upplýsa viðbragðsaðilar, en palestínskir vígamenn hafa skotið miklum fjölda eldflauga í átt að Ísrael í dag.

Átök hafa færst í aukana á síðustu dögum en forsætisráðherra Ísraels, Benjamin Netanyahu, hefur heitið því að svara hverri eldflaugaárás af fullum krafti, líkt og fyrirrennarar hans „Frá því í gær hefur herinn gert hundruð árása gegn Hamas og Íslamska Jihad á Gaza ... og við munum efla enn frekar stig árásanna okkar,“ sagði Netanyahu í myndbandi sem skrifstofa hans sendi frá sér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka