Aukin átök á Gaza-svæðinu

Ísraelskur skriðdreki fluttur nálægt Gaza-svæðinu.
Ísraelskur skriðdreki fluttur nálægt Gaza-svæðinu. AFP

Aukin átök hafa verið á Gaza-svæðinu eftir að Ísraelar héldu árásum sínum á svæðið áfram til að bregðast við eldflaugaárásum frá herskáum Palestínumönnum. Yfir 100 Palestínumenn hafa látið lífið síðan átökin hófust.

Ísraelskir hermenn hafa safnast saman nálægt Gaza-svæðinu en herinn leggur áherslu á að enginn hafi farið inn á svæðið, þrátt fyrir fyrri yfirlýsingu um að hermenn hafi gert árásir þaðan. 

Örygg­is­ráð Sam­einuðu þjóðanna fundar í gegn­um fjar­funda­búnað á sunnu­dag vegna átakanna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert