Stuðningsmaður Trumps í stað Cheney

Elise Stefanik hefur tekið við stöðunni sem áður var í …
Elise Stefanik hefur tekið við stöðunni sem áður var í höndum Elizabeth Cheney. AFP

Repúblikanar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings kusu í dag þingkonuna Elisu Stefanik sem þingflokksformann repúblikana í deildinni.

Hún tekur við af Elizabeth Cheney, sem þingmenn flokksins boluðu úr embætti á dögunum fyrir þær sakir að viðurkenna kjör Joe Bidens sem Bandaríkjaforseta og taka ekki undir með Donald Trump, fyrrverandi forseta, að hann hafi tapað vegna kosningasvindls.

Stefanik er aftur á móti svarinn stuðningsmaður Trumps. Hún þakkaði flokksmönnum fyrir traustið, en embætti þingflokksformanns er talið það þriðja í goggunarröðunni innan deildarinnar.

„Áhersla mín er á samstöðu,“ sagði hún blaðamönnum eftir kjörið. „Við ætlum að berjast fyrir Bandaríkjamenn á hverjum degi gegn skaðræðisöfgavinstristjórn Joe Bidens og Nancy Pelosi og sósíalískri stefnu þeirra sem er að eyðileggja Bandaríkin,“ sagði hún.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert