Fellibylur ógnar Covid-19 viðbragðsaðgerðum

Háar öldur skella á ströndum Mumbai
Háar öldur skella á ströndum Mumbai AFP

Fellibylurinn Tauktae ógnar nú íbúum Indlands en hann nálgast landið óðfluga og er áætlað að hann lendi milli 20 og 23 um kvöld að staðartíma. Hafa yfirvöld sérstakar áhyggjur af sökum þess að landið stendur afar höllum fæti gagnvart kórónuveirufaraldrinum en um það bil 4.000 manns deyja þar á hverjum degi af sökum veirunnar en 280 þúsund smit greindust þar síðastliðinn sólarhring.

AFP

Heilbrigðisstofnanir eru undir miklu álagi eins og stendur og lítur því ástandið ekki vel út. Götur Mumbai fyllast nú af vatni og eru yfirvöld í kapp við tímann að reyna að koma í veg fyrir rafmagnsleysi á sjúkrahúsum en rúmlega 1.000 vararafhleðslustöðvum hefur verið komið fyrir á þeim svæðum þar sem búist er við versta storminum. Hefur þá bólusetningum verið frestað í Mumbai og Gujarat í 1-2 daga og spítalar á ákveðnum svæðum verið rýmdir.

Götur Mumbai fyllast af vatni
Götur Mumbai fyllast af vatni AFP

Fellibylurinn er einn sá skæðasti sem sést hefur á svæðinu í 30 ár en vindhraðinn er talinn vera á bilinu 155-165 kílómetrar á klukkustund og gætu öldur náð allt að þriggja metra hæð á ákveðnum svæðum.

Nú þegar hafa að minnsta kosti sex einstaklingar látið lífið af sökum stormsins en þúsundir einstaklinga hafa verið kallaðir út í viðbragðsteymi, og sjóherinn, landhelgisgæslan og flugherinn verið sett í biðstöðu.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert