Bandaríkin munu senda 20 milljón bóluefnaskammta við Covid-19 til viðbótar við þá sem þegar hafa verið sendir, til annarra landa.
Með því verður heildarfjöldi skammta sem Bandaríkin hafa gefið frá sér til annarra landa 80 milljónir samkvæmt yfirlýsingu frá Hvíta húsinu frá því í dag.
Fram kom í máli Jen Psaki, upplýsingafulltrúa Hvíta hússins að skammtarnir færu til landa þar sem faraldurinn hefur leikið grátt fyrir lok júní. Um er að ræða bóluefni sem hafa hlotið markaðsleyfi í Bandaríkjunum.
Psaki sagði að Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, myndi tilkynna um flutning í bóluefnisins síðar í ávarpi sem sent verður út í sjónvarpi síðar í dag.