Sílemenn kusu um helgina óháða frambjóðendur til þess að mynda 155 manna stjórn sem mun endurskrifa stjórnarskrá landsins sem er nú undir miklum áhrifum frá einveldinu sem ríkti í Síle og er kennt um þann mikla ójöfnuð þar í landi.
Árið 2019 létust tugir manna í mótmælum þar í landi og var ein aðalkrafa mótmælenda ný stjórnarskrá sem er ástæðan fyrir kosningunum í ár. Kosningarnar eru einu mikilvægustu í 31 árs sögu lýðveldisins.
Útkoma kosninganna var túlkuð af sérfræðingum sem uppreisn gegn hefðbundinni stjórnsýslu.
Sebastian Pinera, forseti Síle, segir niðurstöðurnar sýna að stefna flokksins er ekki í takt við vilja íbúa Síle.
Óháðir frambjóðendur höfðu verið spáð löku gengi en enduðu sem stærstu sigurvegarar kosninganna með u.þ.b. 40% af atkvæðunum.
Vinstrisinnaðir frambjóðendur tóku um þriðjung af atkvæðunum, meðan ríkisstjórnin, sem er hægrisinnuð, fékk aðeins yfir 20% atkvæðanna.
Flest atkvæði fóru þó til óháðra frambjóðenda sem skilgreina sig ekki eftir hefðbundnu stjórnsýslukerfi. „Þetta eru utangarðsmenn, án aðildar flokks og eru gagnrýnir á hefðbundnu stjórnmálaflokkana," segir Marcelo Mella, stjórnmálafræðingur frá háskólanum í Santiago.
Mireya Davila, tengill sílensku ríkistjórnarinnar, segir stjórnmálakerfið í landinu vera í miklu umbreytingarferli.