Keppt verður í fyrsta sinn í BMX með frjálsri aðferð á Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar, fari svo að þeim verði ekki aflýst vegna kórónuveirunnar.
Skipuleggjendur leikanna hafa haldið viðburði án áhorfenda í borginni til að láta reyna á heilbrigðis- og öryggisreglur sem vonast er til að dugi til þess að leikarnir verði haldnir eins og áætlanir kveða á um.
Þessir tilraunaviðburðir áttu upphaflega að fara fram í apríl en þeim var seinkað vegna aukinna tilfella veirunnar í Japan.