Berlusconi heilsulaus

Berlusconi var lagður inn á spítala vegna Covid-sýkingar í september …
Berlusconi var lagður inn á spítala vegna Covid-sýkingar í september 2020. AFP

Fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu Silvio Berlusconi er heilsulaus eftir Covid-sýkingu og röð heilsukvilla. Þetta hefur AFP-fréttaveitan eftir ítölskum saksóknara sem kveðst hafa læknisvottorð þess efnis undir höndum.

Berlusconi greindist með Covid síðasta haust og hefur dvalið mikið á spítala síðan þá. Hann var útskrifaður þaðan síðastliðinn laugardag eftir fjórðu innlögn ársins.

Réttarhöld standa nú yfir í Mílanóborg þar sem forsætisráðherrann fyrrverandi er grunaður um að hafa mútað vitnum úr eldra sakamáli. Lögmaður Berlusconis segir hann nú dvelja á eigin heimili undir stöðugu eftirliti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert