Bretland leggur kapp á að klára viðskiptasamning við Ástralíu og vonast er til að hægt verði að skrifa undir hann í byrjun næsta mánaðar.
Væri þetta fyrsti alþjóðlegi viðskiptasamningurinn, af þessari stærðargráðu, sem Bretar gera á sínum eigin forsendum eftir útgöngu þeirra úr Evrópusambandinu.
Vilja þeir ljúka við samninginn áður en ráðstefna G7 ríkjanna verður haldinn í Cornwall, Bretlandi, í næsta mánuði.
Ástæðan fyrir því að ekki er búið að skrifa undir þennan samning ennþá er þau áhrif sem hann kann að hafa á landbúnað í Bretlandi. Ástralía gerir kröfu um að nautakjöt og lambakjöt frá þeim verði tollfrjálst og vilja ekki fallast á að settir verði kvótar á innflutning,
Fyrrverandi utanríkisráðherra Ástralíu, Alexander Downer, hefur þó bent á að stærstu kaupendur að kjöti frá Ástralíu séu í Asíu svo Bretland þurfi ekki að óttast að þeir ætli sér að taka yfir markaðinn. Hinsvegar tekur hann ekki annað í mál en frjálst vöruflæði.
Elizabeth Truss, undirráðherra í breska fjármálaráðuneytinu, er bjartsýn á að samkomulag muni nást í tæka tíð sem gagnast geti öllum atvinnugreinum Bretlands, þar á meðal landbúnaði.