Evrópudómstóll krefst rökstuðnings fyrir ríkisinngripum

TAP tapaði rúmum milljarði evra í fyrra.
TAP tapaði rúmum milljarði evra í fyrra. AFP

Almenni dómstóll Evrópusambandsins ógildi í dag leyfi framkvæmdastjórnar ESB til handa Portúgal og Hollands til þess að bjarga flugfélögunum KLM og TAP. Lággjaldaflugfélagið Ryanair hefur farið mikinn í Evrópu og fer fyrir 20 málsóknum vegna ríkisinngripa í rekstur flugfélaga víðsvegar um Evrópu.

Flugfélögin fengu bæði tvö hagstæð lán frá ríkisstjórnum heimalanda sinna, KLM upp á 511 milljarða króna en TAP fékk 180 milljarða. Ryanair hefur lengi gagnrýnt inngrip af hendi ríkja, talsmenn flugfélagsins áætla að ríki Evrópusambandsins hafi styrkt félög sín með einum eða öðrum hætti um rúma 4.500 milljarða króna síðan heimsfaraldur Covid-19 hófst.

Þrátt fyrir ógildinguna gefur dómtóllinn framkvæmdastjórnin frest til að styrkja rökstuðninginn fyrir ákvörðuninni og skila nýjum til endurmats. Framkvæmdaráðið hefur áður lagt til að flugfélög gefi eftir fasta flugtíma eða önnur slík verðmæti vegan lána sem þessa.

Ryanair er írskt flugfélag en fékk neyðarlán að andvirði rúmra 103 milljarða króna frá ríkisstjórn Bretlands í maí 2020.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert