Rússar byggja ný kjarnorkuver í Kína

Vladimir Putin, forseti Rússlands
Vladimir Putin, forseti Rússlands AFP

Stefnt er að byggingu nýrra rússneskra kjarnorkuvera í Kína. Vladimír Pútin, forseti Rússlands og Xi Jinping, forseti Kína, tilkynntu þetta á rafrænum fundi í vikunni.

Kjarnorkuverin ættu að verða tilbúin á árunum 2026 til 2028, og fer það eftir hversu mikil þróun mun eiga sér stað í geiranum meðan á ferlinu stendur.

Rússar voru áður með tvö önnur kjarnorkuver í Kína en á fundinum kom fram að ætlunin væri að loka þeim báðum með því að hella í þau steypu.

Pútín og Jinping lýstu fyrirhuguðum kjarnorkuverum sem kraftmiklum og nýmóðins. Allir öryggisstaðlar verði uppfylltir sem og að ítrustu kröfur verði gerðar um umhverfisáhrif.

Pútin lýsti því yfir að Kína og Rússland hefðu aldrei átt jafn gott samband og nú. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert