Unnur Freyja Víðisdóttir
Þúsundir Venesúelabúa hafa flúið land í þessum mánuði en þar geysa mikil átök á milli þjóðarhersins og kólumbískra uppreisnarmanna, kemur fram í umfjöllun BBC.
Flóttamenn segja herinn hafa þvingað þá út af heimilum sínum og lýsa mannréttindabrotum, mannshvörfum og innbrotum inn á heimili þeirra.
Að sögn þriggja háttsettra embættismanna í Venesúela var leiðtogi stærsta skæruliðahóps Kólumbíu, Jesús Santrich tekinn af lífi í átökunum, á yfirráðasvæði Venesúelabúa á þriðjudag, eins og segir í umfjöllun New York Times.
Blaðamaður á vegum BBC ferðaðist til smábæjarins í Araquita í Kólumbíu, til að taka stöðuna á flóttamannabúðum sem þar eru að finna.