„Skref í rétta átt“ fyrir samband ríkjanna

Fundur Blinkens og Lavrovs í Hörpu.
Fundur Blinkens og Lavrovs í Hörpu. AFP

Dmitry Peskov, talsmaður Kremlar, fagnar ákvörðun Bandaríkjanna um afléttingu viðskiptaþvingana á Nord Stream 2, rússneska verktakann sem sér um uppbyggingu gasleiðslna á milli Rússlands og Þýskalands, segir hann þetta vera jákvætt fyrir framtíðarsamband Rússlands og Bandaríkjanna.

Peskov segir einnig að fundur Sergei Lavrovs, utanríkisráðherra Rússlands, og Antony Blinkens, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sem haldinn var í Hörpu í gærkvöldi hefði verið „skref í rétta átt“ fyrir samband ríkjanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert