Forsvarsmenn lyfjafyrirtækjanna Pfizer, Moderna og Janssen tilkynntu í dag á G20 leiðtogafundinum að lyfjarisarnir ætla að afhenda þróunarríkjum um 3,5 milljarða af Covid-19 bóluefnaskömmtum að kostnaðarlausu eða á afslætti á þessu og næsta ári.
Albert Bourla, forstjóri Pfizer, vill afhenda um tvo milljarða skammta á næstu 18 mánuðum og þar af afhenta einn milljarð af þeim skömmtum árið 2021.
Stephane Bancel, forstjóri Moderna, segir að lyfjarisinn ætli að afhenta um 95 milljón skammta árið 2021 og 900 milljón skammta árið 2022 í gegnum Covax, bóluefna-samstarfið.
Paul Stoffels, aðstoðarforstjóri Janssen, segir fyrirtækið vera með samning við Covax fyrir afhendingu á 200 milljón skömmtum árið 2021, og eru í viðræðum um að bæta við 300 milljónum skammta við áætlunina.
Fyrr í vikunni lofaði Evrópusambandið að gefa 100 milljón skammta til þróunarlanda til þess að flýta fyrir bólusetningum og koma í veg fyrir nýjan heimsfaraldur. Leiðtogar heimsins notuðu fundinn til þess að leggja áherslu á mikilvægi þess að hraða bólusetningum í heiminum og hvað þeir ætluðu að gera til þess að koma í veg fyrir annan heimsfaraldur.