Jarðskjálfti af stærð 7,3 mældist í Tsínghaí-héraði í norðvesturhluta Kína fyrir skömmu í kjölfar banvæns skjálfta í suðvestanverðu landinu.
Skjálftamiðjan var um 400 kílómetra frá borginni Xining í héraðinu. Upphaflegar tölur frá bandarísku jarðskjálftamiðstöðinni bentu til skjálfta upp á 7,4, en sú tala var síðar endurskoðuð.
Ekki er langt síðan jarðskjálftar ollu síðast usla í Tsínghaí-héraði, en 3.000 manns létu lífið þar árið 2010 í kjölfar skjálfta sem var 6,9 að stærð.