Meðferð við Covid-eftirköstum í saltnámum

Fólki sem smitast hefur af Covid-19 í Póllandi stendur nú til boða að fara í  saltnámur sem eru á heimsminjaskrá UNESCO. Námurnar eru þær elstu í heiminum og hefur verið starfrækt heilsuhótel þar í um 200 ár. Á heilsuhótelinu hefur verið boðið upp á saltmeðferðir fyrir fólk með undirliggjandi sjúkdóma. 

Sjúklingarnir ganga meðfram söltuðum veggjum eftir göngum sem áður voru notuð fyrir vagna til að ferja saltið milli staða. Þegar komið er inn í sérstakt herbergi er það látið gera öndunaræfingar og teygjur sem læknir hefur umsjón með. Meðferðin fer að mestu fram með þessum hætti en sjúklingar fara einnig í saltböð.

Sjúkraþjálfarinn Agata Kita segir að sjúklingar sem séu að jafna sig eftir Covid fái talsvert verri einkenni, en þeir sem eru með astma. Hinsvegar má sjá miklar framfarir hjá þeim í líkamlegum prófunum eftir meðferðina.

Vísindamenn meta það svo að 10 – 15% þeirra sem fá Covid glími við langvinnar afleiðingar, svo sem streitu, skertai einbeitingarhæfni, beinverki og öndunarvanda.

Fyrsta sérhæfða Covid endurhæfingarstofnunin opnar í september

Pólland stendur framarlega þegar kemur að endurhæfingu fólks sem hefur fengið kórónuveiruna. Þar hefur áhersla verið lögð á rannsóknir langvarandi áhrifa Covid og í september er stefnt að því að opna fyrstu sérhæfðu endurhæfingarstofnunina.

Saltmeðferðin sem boðið hefur verið upp á núna er umdeild í vísindaheiminum. Þrátt fyrir það er hún vinsæl í Mið- og Austur-Evrópu. Læknir sem vinnur með sjúklingum í saltnámunum bendir á að loftið þar sé með einsdæmum hreint og rakt og því kjörnar aðstæður fyrir öndunaræfingar.

Sjúklingar sem hafa lokið við saltmeðferðina segjast finna fyrir miklum í úthaldi og líkamlegu þreki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert