Óvíst hvort leiðtogi Boko Haram hafi látist

Abubakar Shekau árið 2018.
Abubakar Shekau árið 2018. AFP

Abu­bak­ar Shekau, leiðtogi níg­er­ísku hryðju­verka­sam­tak­anna Boko Haram, er annaðhvort lát­inn eða al­var­lega sár eft­ir árás klofn­ings­fylk­ing­ar Boko Haram sem kenn­ir sig við Ríki íslams. Frétt­ir af and­láti Shekau bár­ust síðastliðinn miðviku­dag.

AFP greindi frá því að hann hefði reynt að svipta sig lífi með hjálp sprengju­belt­is eft­ir að hafa verið hand­samaður af fylk­ing­unni ISWAP. Heim­ild­ar­menn þeirra í Níg­er­íu segj­ast þó ekki geta staðfest frá­fall leiðtog­ans.

Banda­rík­in vilja ekki greiða ISIS-tengd­um sam­tök­um þókn­un 

Banda­ríska ut­an­rík­isþjón­ust­an hafði áður lofað 7 millj­ón­um Banda­ríkja­dala til hvers þess sem get­ur borið kennsl á Shekau eða veitt upp­lýs­ing­ar um hvar hann er niður kom­inn. Yf­ir­völd í Banda­ríkj­un­um hafa þó neitað því í tísti að greiða fylk­ing­unni ISWAP þá þókn­un.

Shekau hef­ur áður verið tal­inn af

Enn er óvíst hvort Shekau sé all­ur en hann hef­ur margsinn­is áður verið tal­inn af en snúið svo skjótt aft­ur. Talsmaður níg­erska hers­ins seg­ir rann­sókn á mál­inu enn í gangi. Ef Shekau er enn á lífi er hann al­var­lega særður.

Boko Haram hafa skipst upp í nokkr­ar fylk­ing­ar síðan fyrr­um leiðtogi þeirra Mohammed Yusuf var skot­inn árið 2009 sem leiddi til vopnaðrar upp­reisn­ar sam­tak­anna.

Skjáskot af leiðtoga Boko Haram úr myndskeiði frá árinu 2014.
Skjá­skot af leiðtoga Boko Haram úr mynd­skeiði frá ár­inu 2014. AFP

Síðan þá hafa þess­ar klofn­ings­fylk­ing­ar bar­ist gegn níg­er­íska hern­um en einnig inn­byrðis. Frá­fall Shekau get­ur haft gíf­ur­leg­ar af­leiðing­ar fyr­ir þessi átök.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert