Sektuð um kýr og geitur fyrir greftrun Mugabes

Grace Mugabe.
Grace Mugabe. AFP

Ekkja Roberts Muga­be, fyrr­um for­seta Simba­bve, hef­ur verið gert að greiða sekt upp á fimm kýr og tvær geit­ur fyr­ir ósæmi­lega greftrun Muga­bes. Sekt­in er ekki aðfar­ar­hæf held­ur er ákvörðun dóm­stóls­ins er tákn­ræn.

Grace Muga­be lagði Robert til hinstu hvílu í garði ná­lægt heim­ili hans í bæn­um Kutama, 90 kíló­metr­um frá höfuðborg­inni Har­are. For­seti dóm­stóls­ins seg­ir Grace hafa átt að leyfa móður Roberts eða ná­inni fjöl­skyldu hans að velja greftr­un­arstað.

Em­mer­son Mn­angagwa for­seti Simba­bve vill að Muga­be verði graf­inn upp og færður í kirkju­g­arð inn­an Har­are. Frændi Muga­bes er hins veg­ar á öðru máli og seg­ir fyrr­um for­set­ann hafa verið and­snú­inn því að vera ekki jarðsett­ur þar.

Robert Muga­be var for­seti Simba­bve um 37 ára skeið en steig til hliðar tveim­ur árum áður en hann lést árið 2019.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert