Sektuð um kýr og geitur fyrir greftrun Mugabes

Grace Mugabe.
Grace Mugabe. AFP

Ekkja Roberts Mugabe, fyrrum forseta Simbabve, hefur verið gert að greiða sekt upp á fimm kýr og tvær geitur fyrir ósæmilega greftrun Mugabes. Sektin er ekki aðfararhæf heldur er ákvörðun dómstólsins er táknræn.

Grace Mugabe lagði Robert til hinstu hvílu í garði nálægt heimili hans í bænum Kutama, 90 kílómetrum frá höfuðborginni Harare. Forseti dómstólsins segir Grace hafa átt að leyfa móður Roberts eða náinni fjölskyldu hans að velja greftrunarstað.

Emmerson Mnangagwa forseti Simbabve vill að Mugabe verði grafinn upp og færður í kirkjugarð innan Harare. Frændi Mugabes er hins vegar á öðru máli og segir fyrrum forsetann hafa verið andsnúinn því að vera ekki jarðsettur þar.

Robert Mugabe var forseti Simbabve um 37 ára skeið en steig til hliðar tveimur árum áður en hann lést árið 2019.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert