Skiluðu tölvukerfinu til heilbrigðisyfirvalda

Stephen Donnelly, lengst til vinstri, eftir að fyrsti skammturinn af …
Stephen Donnelly, lengst til vinstri, eftir að fyrsti skammturinn af bóluefni Pfizer BioNTech kom til Írlands í lok síðasta árs. AFP

Hóp­ur tölvuþrjóta skilaði heil­brigðis­yf­ir­völd­um á Írlandi lykli að dul­kóðuðum tölvu­kerf­um þeirra. Árás hóps­ins á tölvu­kerfi heil­brigðis­yf­ir­valda hafði lamað starf­semi heil­brigðis­stofn­ana.

Hóp­ur­inn, sem kall­ar sig Conti, hafði áður óskað eft­ir lausn­ar­gjaldi að and­virði rúmra 2,3 millj­arða króna en rík­is­stjórn Írlands hafði harðneitað að greiða þá upp­hæð. Hóp­ur­inn held­ur enn uppi hót­un­um um að dreifa per­sónu­upp­lýs­ing­um úr gagna­grunn­in­um ef rík­is­stjórn­in reiðir ekki fram gjald.

„Þó við séum að af­henda ykk­ur dul­kóðun­ar­lyk­il­inn end­ur­gjalds­laust þýðir það ekki að við mun­um falla frá því að dreifa og selja gögn­in ef þið reynið að leysa málið með okk­ur,“ er haft eft­ir hópn­um á BBC.

Heil­brigðis­yf­ir­völd í Írlandi geta nú aft­ur notað tölvu­kerf­in sín en árás­in olli mikl­um töf­um á geislameðferðum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka