150 milljónir fyrir E=mc²

Albert Einstein (t.v.) er þekktastur fyrir afstæðiskenningu sína, en þar …
Albert Einstein (t.v.) er þekktastur fyrir afstæðiskenningu sína, en þar leikur jafnan E=mc² einmitt stórt hlutverk. Ljósmynd/Wikipedia.org

Bréf sem inniheldur þekktustu jöfnu allra tíma, E=mc², handskrifaða af Albert Einstein sjálfum, halaði inn 150 milljónir á uppboði í gær, en það er þrefalt hærri upphæð en áætlað var að næðist.

Jafnan var skrifuð á einnar síðu bréf í Þýskalandi sem dagsett er 26. október 1946. Bréfið er stílað á eðlisfræðinginn Ludwik Silberstein, sem var þekktur fyrir að gagnrýna sumar kenningar Einsteins.

Einungis þrjú eintök eru til af jöfnunni handskrifaðri af Einstein, en hið nýselda eintak er það eina sem er í einkaeigu.

Frétt BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert