Biðlar til fólks að kyssa ekki hænsnin sín

Hænsn geta borið salmonellu til mannfólks.
Hænsn geta borið salmonellu til mannfólks. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sótt­varna­stofn­un­ Banda­ríkj­anna biðlar nú til Bandaríkjamanna að kyssa ekki hænsn, sem halda sum til í bakgörðum fólks, vegna mikillar útbreiðslu salmonellusmita þar í landi.

Stofnunin rannsakar nú smitin eftir að 163 greindust með salmonellu í 43 ríkjum. Smitin tengjast snertingu mannfólks við hænsn. „Ekki kyssa eða kela við fuglana, þannig berast bakteríur inn í munn sem gera mann veikan,“ segir í tilkynningu frá stofnuninni.

Þriðjungur þeirra sem smitast hafa eru undir fimm ár aldri og hafa alls 34 verið lagðir inn á spítala síðan um miðjan febrúar. Ekkert dauðsfall hefur verið skráð enn.

Umfjöllun BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert