Ferðamönnum frá Bretlandi verður meinaður aðgangur að Þýskalandi frá og með morgundeginum.
Frá þessu er greint á BBC.
Þar segir að ákvörðunin hafi verið tekin vegna aukinna smita af hinu svokallaða indverska afbrigði Covid-19 í Bretlandi. Miklar tilslakanir á sóttvarnaráðstöfunum hafa átt sér stað síðustu daga og vikur í Þýskalandi og hafa krár og veitingastaðir opnar dyr sínar fyrir eðlilegum viðskiptum víða í Þýskalandi.
Þýskir ríkisborgarar og fólk búsett í Þýskalandi, ásamt einhverjum sem fallið geta undir undanþágur, mega koma til Þýskalands en þurfa að sæta tveggja vikna sóttkví.
Á sama tíma verður ferðatakmörkunum frá Bretlandi til Spánar aflétt, það er á mánudaginn.
Á Englandi er röðin komin að fólki á aldrinum 32 og 33 ára að bóka fyrri bólusetningu frá og með deginum í dag. Yfir 21 milljón manns er fullbólusett í Bretlandi.
Níu létust af völdum Covid-19 í Bretlandi í gær og 2.829 greindust með veiruna.