Tveir létust og nokkrir slösuðust í skotárás í Minneapolis í Bandaríkjunum seint á föstudag.
Hið minnsta einn er þungt haldinn, en alls urðu tíu fyrir árásinni; fimm karlar og fimm konur. Hinir látnu voru báðir karlmenn.
Lögreglan í Minneapolis segir að vel hafi gengið að ná utan um vettvang árásarinnar og nágrenni.