21 lést í últramaraþoni

21 hlaupari lést í últramaraþoni í Kína.
21 hlaupari lést í últramaraþoni í Kína. AFP

Tuttugu og einn hlaupari lést í svokölluðu últramaraþoni í norðvesturhluta Kína þegar stórviðri skall á á hlaupaleiðinni. 

BBC greinir frá. 

Miklir vindar og kalt regn skullu á þátttakendum 100 kílómetra hlaupsins í Yellow River Stone- skógi, ferðamannasvæði í Gansu-héraði, í dag. 

Hlé var gert á hlaupinu eftir að ljóst varð að hluti 172 hlaupara var horfinn. Björgunaraðgerðir voru þá settar af stað. 

Margir hlauparar þjáðust af ofkælingu þegar hlé var gert á hlaupinu. 

Yfirvöld segja nú 151 hlaupara staðfestan og hólpinn, þar af eru átta slasaðir.

Hlaupið hófst klukkan níu um morguninn að staðartíma í dag, þar sem margir þátttakendur voru léttklæddir – einungis í stuttbuxum og stuttermabol.

Hlauparar sem lifðu hlaupið af sögðu að bæði vindur og úrkoma hefðu verið í kortunum fyrir hlaupið en ekkert í líkingu við það sem varð. 

Eftir um þriggja klukkustunda hlaup var komið að fjalllendi. Þá skall haglél á hlaupurum, mikil rigning og hvassviðri og hitastig féll með fyrrgreindum afleiðingum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert