Átta látnir eftir kláfaslys á Ítalíu

Kláfurinn hrapaði af línunni.
Kláfurinn hrapaði af línunni. AFP

Hið minnsta átta eru látnir eftir að kláfur féll nærri Maggiore-vatni á Norður-Ítalíu. 

BBC greinir frá því að slysið varð hjá kláfaþjónustu sem ferjar farþega frá ferðamannabænum Stresa á Piedmont-svæðinu. Alla jafna er um 20 mínútna ferð með kláfnum að ræða upp í 1.491 metra hæð á Mottarone fjall. 

Björgunaraðilar eru á vettvangi. 

Ítalskir fjölmiðlar hafa greint frá því að tvö börn voru flutt af svæðinu á sjúkrahús. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert