Flugvél þvinguð til lendingar í Minsk

Ryanair Boeing 737-8AS (flug FR4978) á flugbraut á alþjóðlega flugvellinum …
Ryanair Boeing 737-8AS (flug FR4978) á flugbraut á alþjóðlega flugvellinum í Minsk. AFP

Al­ex­and­er Lúka­sj­en­kó, forseti Hvíta-Rússlands, fyrirskipaði að flug farþegaflugvélar yrði truflað svo að vélin neyddist til að lenda í Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands, í dag.

Flugvélin var á flugi á milli Grikklands og Litháens og um borð í henni var blaðamaðurinn og stjórnarandstæðingurinn Roman Protasevich. Hann var handtekinn við lendingu vélarinnar. 

Protasevich, 26 ára, var á ferð í vél Ryanair ásamt 170 farþegum frá ekki færri en 18 þjóðlöndum. Litháen og Grikkland eru hvort tveggja Evrópusambandslönd. 

Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, hefur þegar fordæmt aðgerðina sem hún segir á twitterreikningi sínum algjörlega óviðunandi. Hún krefst þess að farþegarnir fái að halda áfram ferð sinni til Vilníus í Litháen.



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert