Ráðgjafar Boris Johnsons, forsætisráðherra Bretlands, óttast að Dominic Cummings, fyrrverandi ráðgjafi Johnsons, muni stíga fram og halda því fram að Johnson hafi sleppt því að mæta á mikilvæga Covid-19-almannavarnafundi, þegar faraldurinn var að hefjast.
Johnson hafi átt að vera að einbeita sér að því að skrifa bók um Shakespeare til að fjármagna skilnað sinn.
The Sunday Times segir frá.
Ráðherrar í ríkisstjórn Johnsons sem og ráðgjafar og starfsfólk eru, samkvæmt fréttaflutningi Sunday Times, á nálunum yfir að Cummings hafi verið boðaður fyrir þingnefnd þar sem viðbrögð yfirvalda í Bretlandi við upphaf faraldursins eru til umræðu.
Óttast fólk Johnsons að hann muni nýta tækifærið til að koma óorði á fyrrverandi yfirmann sinn.
Johnson skrópaði á fimm fundum almannavarnaefndar sem sett var saman snemma í faraldrinum. Þá er óttast að Cummings muni halda því fram að Johnson vanti peninga og hafi því snúið sér að skrifum þar sem hann stendur í skilnaði, í sínu öðru hjónabandi, við Mariu Wheeler.
Fundirnir sem Johnson skrópaði á voru haldnir seint í janúar árið 2020 og snemma í febrúar.