Sagði að hann stæði frammi fyrir dauðarefsingu

Vél Ryanair sem lenti í Minsk. Hún var ekki á …
Vél Ryanair sem lenti í Minsk. Hún var ekki á leið þangað. AFP

Ákvörðun stjórnvalda í Hvíta-Rússlandi um að neyða flugvél Ryanair, sem var á leið frá Aþenu til Vilníusar, til að lenda í Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands, hefur verið harðlega gagnrýnd og sakar Evrópusambandið Hvíta-Rússland um hryðjuverkastarfsemi. 

Stjórnarandstæðingurinn og blaðamaðurinn Roman Protasevich var um borð í vélinni. Hann er nú í haldi hvítrússnesku lögreglunnar. 

Farþegar í vélinni lýsa því við AFP hversu stressaður Protasevich varð þegar í ljós kom að vélin ætti að lenda í Minsk. 

„Hann sneri sér að fólki og sagði að hann stæði frammi fyrir dauðarefsingunni,“ sagði farþeginn Monika Simkiene í samtali við blaðamann. 

„Hann var ekki að öskra en hann var augljóslega mjög hræddur,“ sagði farþeginn Edvinas Dimsa í samtali við blaðamann. „Ef glugginn hefði verið opinn hefði hann stokkið út.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert