Evrópusambandið krefst lausnar Protasevich

Leiðtogaráð Evrópusambandsins kallar eftir frekari refsiaðgerðum á hendur Hvíta-Rússlandi.
Leiðtogaráð Evrópusambandsins kallar eftir frekari refsiaðgerðum á hendur Hvíta-Rússlandi. AFP

Leiðtogaráð Evrópusambandsins krefst tafarlausrar lausnar á Rom­an Prota­sevich aðgerðarsinna og kærustu hans sem handtekin voru við komuna til Minsk í dag en flugvél þeirra var neydd til lendingar í höfuðborginni á leið sinni til Litháen. Þá hvetur ráðið flugfélög í löndum sambandsins til þess að forðast flug yfir lofthelgi Hvíta-Rússlands og bann við hvítrússneskum flugvélum í lofthelgi Evrópusambandsins. 

Meðal flugfélaga sem hafa þegar gefið út yfirlýsingar um að þau muni ekki fljúga yfir hvítrússneska lofthelgi eru KLM, SAS, AirBaltic, Wizz Air og Lufthansa. 

Talsmaður leiðtogaráðsins kallar einnig eftir frekari refsiaðgerðum Evrópusambandsins á hendur Hvíta-Rússlandi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert