Fannst látinn inni í risaeðlustyttu

Risaeðlustyttan sem um ræðir.
Risaeðlustyttan sem um ræðir.

Lögreglan á Spáni rannsakar nú andlát 39 ára gamals manns, en lík hans fannst innan í risaeðlustyttu í úthverfi Barcelona. Yfirvöldum var gert viðvart um líkfundinn í gær, þegar feðgar sem voru á göngu í hverfinu runnu á lyktina.

Slökkvilið kom á vettvang og þurfti að skera risaeðlustyttuna upp til að hægt væri að ná líkinu út.

Að sögn lögreglu er ekki talið að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti. Staðarmiðlar greina frá því að talið sé að maðurinn hafi verið að reyna að sækja farsíma sem hann missti ofan í styttuna.

Þegar hann hafi stungið hausnum inn í hana hafi hann dottið og fest sig á hvolfi innan í styttunni, án þess að geta kallað á hjálp.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert