Igor Golub, yfirmaður hvítrússneska flughersins, sagði í dag að flugstjóri Ryanair-flugvélarinnar sem lenti skyndilega í Minsk í gær hefði tekið ákvörðum um neyðarlendingu af sjálfsdáðum.
Um borð í vélinni var blaðamaðurinn og stjórnarandstæðingurinn Roman Protasevich og var hann handtekinn við komuna til Minsk.
„Ákvörðunina tók flugstjórinn án ytri afskipta,“ sagði Golub á blaðamannafundi. Bætti hann við að hann hefði getað kosið að lenda í Póllandi eða í Úkraínu.