Hvítrússar segja flugstjórann hafa valið Minsk

Vél Ryanair sem lenti í Minsk. Hún var ekki á …
Vél Ryanair sem lenti í Minsk. Hún var ekki á leið þangað. AFP

Igor Golub, yfirmaður hvítrússneska flughersins, sagði í dag að flugstjóri Ryanair-flugvélarinnar sem lenti skyndilega í Minsk í gær hefði tekið ákvörðum um neyðarlendingu af sjálfsdáðum. 

Um borð í vél­inni var blaðamaður­inn og stjórn­ar­and­stæðing­ur­inn Rom­an Prota­sevich og var hann hand­tek­inn við kom­una til Minsk.

„Ákvörðunina tók flugstjórinn án ytri afskipta,“ sagði Golub á blaðamannafundi. Bætti hann við að hann hefði getað kosið að lenda í Póllandi eða í Úkraínu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert