Rannsókn hafin á banaslysinu

Kláfurinn féll um 20 metra til jarðar.
Kláfurinn féll um 20 metra til jarðar. AFP

Rannsókn er hafin á tildrögum banaslyssins sem varð í fjöllum Ítalíu á sunnudag með þeim afleiðingum að 14 létust er kláfur hrapaði af 20 metra hæð ofan í hlíðar fjallsins Mottarone.

Svæðið var girt af í morgun og eru sérfræðingar nú að störfum við að rannsaka brotajárnið. Saksóknari í Mílanó hefur gefið út að rannsókn sé hafin á manndrápi af gáleysi og vítaverðu hirðuleysi.

Lögmaður fyrirtækisins, Ferrovi del Mottarone, segir í samtali við dagblaðið La Repubblica að viðhaldi og reglubundnum skoðunum hafi verið sinnt.

Þrettán létust á vettvangi slyssins, þar á meðal tveggja ára barn. Tvö önnur börn, níu og fimm ára, voru flutt á slysadeild í Tórínó en eldra barnið lést þar af slysförum. Ísraelska utanríkisráðuneytið hefur staðfest að fimm ísraelskir borgarar hafi verið meðal þeirra látnu.

Kláfurinn var tekinn í notkun árið 1970, en hann var lokaður árin 2014-2016 vegna viðgerða.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka